Skilmálar
Almennt
Vefverslunin Unaður – Pleasure.is er rekin af fyrirtækinu THASS ehf. kt. 480623-1930. VSK nr. 151357. Verslunin selur unaðsvörur fyrir fullorðna. Vörubirgðir á vefsíðu eru birtar með fyrirvara um villur.
Greiðsluleiðir
Hægt er að greiða með Netgíró, öllum helstu greiðslukortum eða millifærslu. Millifærslur greiðast inn á Landsbanka reikning THASS ehf: 0133-26-009267 Kt 480623-1930.
Netgíró greiðslur þarf kaupandi að samþykkja og byggir á þjónustu þeirra. Frekari upplýsingar um þjónustu Netgíró má finna á netgiro.is. Þegar þjónustusamningur hefur verið stofnaður skilar pöntun sér í gegn um sölukerfi verslunarinnar.
Greiðsla með greiðslukortum fer í gegn um örugga greiðslugátt Verifone. Þegar kaupandi hefur greiðsluferli er gjaldfært er af korti og fer pöntun í gegn í sölukerfi verslunarinnar. Því er aldrei þörf á því að gefa upp greiðslukorta upplýsingar til Unaðs (ÞÁSS ehf.)
Sendingar og afhending
Sendingarkostnaður er samkvæmt verðskrá Íslandspósts og Dropp. Almennar reglur um afhendingu, ábyrgð og flutning á vörum gilda hjá Íslandspóst. Allir pakkar eru sendir án merkinga frá verslun og er sendandi skráður THASS ehf.
Netpantanir
Við leggjum ríka áherslu á að netpöntunum sé pakkað eins fljótt & hægt er eftir að viðskiptavinur lýkur pantanaferlinu. Við sendum út pantanir næsta virka dag. Það fer eftir afhendingarmáta hversu fljótt pöntunin skilar sér, hvort sé notast við póstinn eða dropp. Þar gilda afhendingar og ábyrgðar skilmálar viðeigandi flutningsfyrirtækis. Öll vöruverð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilur Unaður (THASS ehf.) sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp.
Skilaréttur / réttur til að falla frá samningi
Kaupanda hefur rétt til þess að skila vöru innan 14 dagar frá kaupum. Vörum þarf að skila vörunni óskemmdri og innsigli ekki rofið, af heilsu- og hreinlætisástæðum. Frestur til skila byrjar að telja þegar kaupandi hefur móttekið vöru.
Til þess að skila vöru til okkar þarf að hafa samband við verslunina Unað með því að senda tölvupóst á unadurxxx@gmail.com með viðeigandi upplýsingum þar sem fram skal koma upplýsingar um nafn kaupanda ásamt dagsetningu á kaupum og hvort að óskað sé eftir endurgreiðslu eða vöruskiptum.
Ef óskað er eftir endurgreiðslu skal endurgreiðsla fara fram á sama máta og greitt var fyrir vöruna nema ef annað er um samið. Endurgreiðsla fer þá fram að fullu innan 14 daga.
Galli á vöru og ábyrgð
Kaupandi á rétt á nýrri sambærilegri vöru ef um galla á vöru er að ræða. Um ábyrgð á galla á vöru gildir lög um neytendakaup nr. 48/2003. Miðast er við dagsetningu á kaupum á vöru og skal kvittun vera sýnd þess efnis. Taka skal fram að ábyrgð á galla á vöru gildir ekki um eðlileg slit við notkun.
Varnarþing
Skilmála og ákvæði skal túlka í samræmi við íslensk lög. Ágreiningur gagnvart viðskiptaskilmálum eða ákvæðum THASS ehf eða broti á þeim skal kaupendum bent á að bera málið undir kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa Neytendastofu sjá: neytendastofa.is. Heimilt er að er reka mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur samkvæmt lögum nr.91/1991.
Persónuverndarstefna
Unaður (THASS ehf.) leggur ríka áherslu á persónuvernd & öryggi allra sinna viðskiptavina í samræmi við lög & reglur persónuverndar. Við heitum trúnaði við er varðar allar upplýsingar sem viðskiptavinir gefur upp & leggjum við sérstaka áherslu á að upplýsingar sem verða á milli fyrirtækisins og viðskiptavinar verði aldrei gefnar upp eða áfram til þriðja aðila. Persónuverndarstefna Unaðs (THASS ehf.) fellur undir íslensk lög um persónuvernd nr. 90/2018.
Unaður (THASS ehf.) ber ábyrgð á þeim gögnum sem fyrirtækið kann að safna. Unaður (THASS ehf.) takmarkar persónugreinlegar upplýsingar engöngu við þær sem nauðsynlegt er að skrá til þess að ganga frá pöntun og sendingum.
Á vefsínunni er hægt að samþykkja vafrakökur (e. cookies). Samþykki hefur meðal annars það í för með sér að hægt er að greina heimsóknir á vefsíðuna, svo sem hve margir gestir fara á síðuna, hve lengi þeir dvelja á henni og hvort síðan var skoðuð í síma eða í tölvu. Þessar upplýsingar eru á engan hátt persónugreinanlegar.
Ef að þú vilt fá frekari upplýsingar um söfnun á persónu upplýsingum getur þú haft samband við Unað.